Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (e. Serious Fraud Office) hefur nú aflétt farbanni og tryggingakröfu á breska athafnamanninum Robert Tchenguiz. Hann var sem kunnugt er einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings fyrir hrun og á sama tíma einn stærsti skuldari bankans. Þá sat hann um tíma í stjórn Exista, sem var stærsti eigandi Kaupþings.

Eftir því sem fram kemur á vef breska blaðsins Telegraph í dag hefur farbanninu yfir Tchenguiz nú verið aflétt, sem gefur til kynna að rannsókn á málum hans sé á lokastigi. Í raun er talið að rannsóknin verði látin niður falla.

Til að gera langa sögu stutta þá hóf SFO rannsókn á Robert Tchenguiz, bróður hans Vincent og viðskiptafélaga þeirra Aaron Brown í mars 2011. Þá voru þeir bræður færðir í gæsluvarðhald til yfirheyrslu og stuttu síðar úrskurðaðir í farbann. Rannsóknin hefur reynst SFO erfið og í vor var tilkynnti að rannsókn á Vincent Tchenguiz hefði verið hætt. Það gerðist stuttu eftir að yfirréttur í Lundúnum ávítaði SFO fyrir slæleg vinnubrögð við rannsóknina.

Þrátt fyrir að Vincent Tchenguiz væri laus allra mála þá voru Robert bróðir hans og Aaron Brown ennþá í farbanni, en því hefur nú sem fyrr segir verið aflétt.

Þess má geta að bæði Vincent og Robert Tchenguiz hafa lýst því yfir að þeir muni höfða skaðabótamál á hendur SFO.

Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006
Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006
© None (None)

Robert Tchenguiz í ársskýrslu Kaupþings 2006. Hann var stór viðskiptavinur Kaupþingi og stór eigandi í Exista, stærsta eiganda bankans.