Icelandair flutti tæplega 88 þúsund farþega í mars, sem er 24% aukning á milli ára. Þá nemur farþegafjöldi félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins rúmlega 227 þúsund sem er einnig 20% aukning á milli ára.

Þetta kemur fram í mánaðarlegum flutningstölum frá Icelandair Group sem sendar eru Kauphöllinni.

Farþegafjöldi Flugfélags Íslands í febrúar var rúmlega 29 þúsund í mars og fækkar um 2% á milli ára. Þá hefur farþegafjölda Flugfélags Íslands fækkað um 1% á milli ára fyrstu þrjá mánuði ársins og nemur tæplega 80 þúsund.

Fraktflug á vegum samstæðunnar tók þó við sér í mars og jókst um 6% á milli ára í mars. Samdrátturinn í fraktflugi á milli ára nemur þó 1% fyrstu þrjá mánuði ársins.