Í nýliðnum septembermánuði fóru rúmlega 172 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll, samkvæmt tölum frá flugvellinum, samanborið við rúmlega 187 þúsund í september í fyrra.

Fækkunin nemur rúmum 15.000 farþegum eða 3,87%.

Þetta kemur fram á vef Ferðamálastofu.

Þar kemur fram að hlutfallslega meiri fækkun er meðal áfram- og skiptifarþega en þeirra sem eru á leið til og frá landinu.

Frá áramótun nemur fækkun á heildarfarþegafjölda 3,87% en lítill samdráttur er þó hjá komu- og brottfararfarþegum, eða rúmt 1%.