*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Erlent 21. janúar 2014 21:06

Farþegar stálu áfengi og öðrum varningi í flugvél

Farþegar um borð í flugvél Ryanair á leið til Parísar frá Marokkó brugðust illa við seinkun og stálu áfengi og öðrum varningi úr flugvélinni.

Ritstjórn

Gamanið tók að kárna um borð í flugvél Ryanair frá Rabat í Marokkó á leið til Parísar þegar vélin varð að millilenda á Spáni með veikan farþega.

Þegar vélin hélt síðan áleiðis til Parísar var klukkan orðin of margt og ekki fékkst heimild til lendingar. Vélinni var því beint til borgarinnar Nantes í vesturhluta Frakklands.

Þar tók við margra klukkustunda bið og það var þá sem upp úr sauð þegar vísa átti farþegum frá borði og finna gistingu handa þeim í Nantes. Ferð sem átti að taka tvo og hálfan tíma stefndi í sólarhrings seinkun þegar vísa átti farþegunum frá borði.

Farþegarnir, sem voru um 170 talsins og flestallt Frakkar, neituðu að fara frá borði og tóku áfengi og annan varning úr söluvögnum ófrjálsri hendi og héldu áhöfninni í gíslingu.

Starfsfólk flugfélagsins sagði farþegana hafa látið eins og villidýr en í viðtali við fjölmiðla sagði einn farþeganna að fólk hafi hreinlega verið svangt, þyrst, þreytt og pirrað vegna þess að engar upplýsingar höfðu borist frá Ryanair varðandi gang mála.

Eftir uppreisnina voru farþegar fluttir á hótel og ekið síðan til Parísar með rútu daginn eftir. Stuff.co.nz segir frá málinu á vefsíðu sinni í dag

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is