Svissneski fasteignamarkaðurinn hefur verið í talsverðri þenslu undanfarin ár. Bankinn UBS hefur nú tjáð sig um stöðuna og telja greiningaraðilar bankans markaðinn vera kominn á hættu svæði.

Sögulega lágir vextir hafa stuðlað að aukinni lántöku og óhóflegri fjárfestingu í húsnæði. UBS heldur úti vísitölu sem metur markaðinn, og stendur hún nú í 1,32 stigum.

Vísitalan hefur þó lækkað örlítið á þessu ári þar sem aukin óvissa hefur hægt á lántöku og fasteignaverð virðist hafa lækkað lítillega.