Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,8% í júní og hefur nú hækkað um 6,9% síðastliðna tólf mánuði. Hækkunin er vel umfram verðbólgu sem var 3,3% á síðustu tólf mánuðum. Það virðist því lítið lát á uppgangi á fasteignamarkaði enn sem komið er. Á sama tíma hækkaði vísitala leiguverðs um 0,9% og hefur því hækkað um 9,1% síðastliðna tólf mánuði. Fjöldi kaupsamninga hefur verið á nokkuð stöðugri uppleið frá ársbyrjun 2009 þó að þeim hafi heldur fækkað við upphaf þessa árs. Þinglýstum kaupsamningum hefur þó fækkað um í kringum 50% frá árinu 2007 en þinglýstum leigusamningum á sama tíma fjölgað um 75%. Nokkuð hefur veriðfjallað um fjárfestingarfélög á fasteignamarkaði og hafa þau mörg stofnað sérstaka sjóði um slíkar fjárfestingar. Íbúðirnar sem þau kaupa eru svo gjarnan leigðar út.

Þróun fasteignaverðs
Þróun fasteignaverðs

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.