Sérfræðingar sænska bankans SEB sjá fá ljós í myrkrinu þegar kemur að hagkerfi landsins.

Haft er eftir sérfræðingum bankans að niðursveifla eigi sér bersýnilega stað og að á öðrum fjórðungi hafi dregið úr nýtingu framleiðslutækja og birgðastaða í hagkerfinu hafi aukist.

Þeir benda á að sænskar lágvöruverðsverslanir séu greinilega að búa sig undir erfiða tíma.

Eitt af því fáa jákvæða sem sænski bankinn sér er að verðhækkanir hafa orðið á ýmsum vörum sem framleiddar eru trjám.