Lýstar kröfur í þrotabú eignarhaldsfélagins Þórusker ehf námu tæpum 2,9 milljörðum króna. Upp í kröfur fengust tæplega 2,1 milljarður króna með kröfuhafa var seld eign úr búinu. Eftir stóðu kröfur upp á rúmar 793 milljónir króna sem ekkert fékkst upp í.

Þórusker ehf voru í eigu byggingarfélagsins Nesbyggðar. Framkvæmdastjóri þess var athafnamaðurinn Páll Guðfinnur Harðarsson. Nesbyggð átti jarðir og fasteignir á Reykjanesi og víðar um land. Þórusker átti til viðbótar Grænuborgarsvæðið við Voga á Vatnsleysuströnd. Árið 2008 voru uppi áform um að byggja þar 400-500 íbúðir.

Skuldaði VBS 1,6 milljarða

Félagið Nesbyggð var úrskurðað gjaldþrota árið 2011. Þórusker var svo í héraðsdómi Reykjaness úrskurðað gjaldþrota í janúar árið 2012. Skiptum lauk 4. mars síðastliðinn. Í ársreikningi Þóruskerja fyrir árið 2009, sem var síðasta birta uppgjör félagsins, var byggingaland félagsins í Vogum bókfært á rúma 1,2 milljarða króna. Skuldir Þóruskerja námu tæpum 1,6 milljörðum króna og voru þau öll gagnvart VBS fjárfestingarbanka. á sama tíma var eigið fé félagsins neikvætt um rúma 313 milljónir króna.