Félagið Hrossabrestur ehf. var tekið til gjaldþrotaskipta fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 27. janúar síðastliðinn, en tilkynning um úrskurðinn birtist í Lögbirtingarblaðinu í gær.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá var tilgangur félagsins framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni. Stofnandi, formaður stjórnar og framkvæmdastjóri félagsins var kvikmyndagerðarmaðurinn Friðrik Þór Friðriksson.

Fyrirtækið framleiddi kvikmyndina Hross í oss, en hún var vinsælasta íslenska mynd ársins í kvikmyndahúsum árið 2013. Hún vann einnig um fjölda verðlauna um allan heim.