*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 8. nóvember 2004 17:46

Félag í eigu Baugs kaupir Rubicon

Ritstjórn

Fjallað var um möguleg kaup Baugs á bresku verslunarkeðjunni Rubicon, sem meðal annars á tískuverslanirnar Principles og Warehouse, í Vegvísi Landsbankans fyrir stuttu síðan. Nú hefur komið á daginn að þessar sögusagnir áttu að einhverju leyti við rök að styðjast. Breska blaðið The Daily Telegraph hefur skýrt frá því að félagið Shoe Studio Group, sem að hluta til er í eigu Baugs og KB banka, komi til með að ganga frá kaupum á Rubicon á næstu dögum.

Baugur, ásamt KB banka og stofnanda Karen Millen tískukeðjunnar, á um 20% í Shoe Studio Group og kemur Baugur því með óbeinum hætti að kaupunum á Rubicon. Gert er ráð fyrir því að kaupverðið verði 170 milljónir punda eða sem nemur 22 mö.kr.