Breska félagið Mosaic Invest, sem er í meirihluta eigu Baugs áætlar nú að selja allt að 10 skóverslanir sem félagið rekur á Bretlandi.

Mosaic rekur skóverslanir á borð við Ninw West og Kenneth Cole í Bretlandi en frá þessu er greint á vef Property Week.

Í fréttinni kemur fram að óstaðfestar heimildir herma að CWM, Michael Peddar & Co and Leslie Perkins hafi verið fengin til að sjá um sölu verslananna en Mosaic mun einbeita sér að reksti tískufataverslana og færa selja skó innan um þær verslanir.

Tískufataverslanir á vegum Mosaic eru Oasis, Karen Millen og Principles svo dæmi séu tekin.

Sjá frétt Property Week.