Félagsbústaðir hf., sem er dótturfélag Reykjavíkurborgar sem sér um , skilaði 7,12 milljarða afgangi á fyrstu þremur ársfjórðungum eða á tímabilinu janúar til september á þessu ári. Félagið skiljaði tæplega 2,5 milljarða afgangi á sama tímabili í fyrra.

Matsbreyting fjárfestingaeigna nam 7,27 milljörðum og tap fyrir matsbreytingar nam því 150,11 milljónum. Eignir Félagsbústaða í lok tímabilsins námu 61,74 milljörðum samanborið við 53,88 milljarða á sama tíma í fyrra.

Rekstrartekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins námu 2,45 milljörðum samanborið við 2,33 milljarða árið áður. Rekstrargjöld námu hins vegar 1,1 milljarði á sama tímabili og héldust gjöldin nokkuð stöðug milli ára.

Eigið fé félagsins í lok ársfjórðungsins nam 28,8 milljörðum samanborið við 21,7 milljarða á sama tíma árið áður. Skuldir Félagsbústaða námu 32,9 milljörðum og héldust nokkuð stöðugar milli a´ra.