Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hvetur lánastofnanir til þess að koma til móts við fólk í greiðsluerfiðleikum.

Til dæmis með frystingu lána, skuldbreytingum og endurfjármögnun.

„Við sjáum ekki neina verulega aukningu í vanskilum. En það gæti orðið með haustinu,“ sagði Jóhanna á blaðamannafundi fyrir helgi.