Kjarasamningur Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var 22. júní síðastliðinn, var felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk á hádegi í gær þann 14. júlí. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Á kjörskrá voru 1.734 félagsmenn, en þar af tóku 630 þátt í kosningunni eða 36,3%. Já sögðu 253 eða rúm 40% þátttakenda, en nei sögðu 365 eða tæp 58% þátttakenda.

Um er að ræða almennan kjarasamning VM vegna starfa félagsmanna á almennum vinnumarkaði í landi, það er málmiðnaðarmanna, netagerðarmanna og vélstjóra sem starfa í landi.