Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf Ferrari í kauphöll New York gekk mjög vel, að mati greiningaraðila vestanhafs. Gengi bréfanna hafði hækkað um 8% í lok viðskiptadags, en hækkaði um 17% þegar mest lét innan dags. Bréfin ganga undir kennimerkinu RACE í kauphöllinni.

Útboð á bréfunum aflaði móðurfélagi Ferrari, Fiat Chrysler Automobiles, 893 milljónum bandaríkjadala, en einungis 9% af hlutum í Ferrari voru boðin út. Það þýðir að verðmæti félagsins í lok dags nam 10,6 milljörðum bandaríkjadala.

Aftur á móti er til þess að líta að vegna þess hve lítill hluti bréfanna var boðinn út telja greiningaraðilar að verðið á þeim sé hærra en ella vegna skorts, og því ber að taka markaðsvirðinu út frá þessum forsendum með fyrirvara.

Nánar er fjallað um útboðið á vef Wall Street Journal.