Ítalski súkkulaðiframleiðandinn Ferrero hefur boðið 112 milljónir punda í breska keppinaut sinn Thorntons. BBC News greinir frá þessu,

Fjárhæðin jafngildir um 23,5 milljörðum íslenskra króna. Kauptilboðið hefur hins vegar ekki verið samþykkt ennþá og verður lagt fyrir hluthafa fyrirtæksins á næstu dögum.

Ferrero er þekkt fyrir framleiðslu sína á Nutella-vörunum, Ferrero Rocher súkkulaði, Kinder eggjum og fleiru. Gengi hlutabréfa í Thorntons hækkaði um 43% eftir að fréttir bárust af kauptilboðinu.