Hagnaður Fiat tvöfaldaðist á þriðja ársfjórðungi 2007. Vöxtur fyrirtækisins er hraður um þessar mundir og sá bifreiðaframleiðandi sem vex hraðast í Evrópu.

Aukinn hagnaður fyrirtækisins skýrist einkum að lækkun framleiðslukostnaðar og í innleystum hagnaði sem fékkst við sölu á hlutabréfum í stórum ítölskum banka.

Heildarvelta Fiat jókst úr 195 milljónum evra fyrr á árinu í 432 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi.