Fiedel Castro, fyrrum forseti Kúbu, sagði í samtali við bandarískan blaðamann: "Kúbverska módelið virkar ekki einu sinni fyrir okkur lengur".  Kemur þetta fram á vef Guardian.

Efnahagslíf Kúbu hefur átt mjög erfitt undanfarin ár, eða allt frá því að Sovétríkin liðu undir lok.  Kúbumenn fengu verulega fjárhagsaðstoð frá fyrrum Sovétríkjunum frá sjötta áratugnum fram að falli þeirra árið 1991.

Raúl Castro hefur sagt svipaða hluti í opinberlega og í einkasamtölum frá því hann tók við fyrir tveimur árum. Honum er orðið ljóst að algjör stjórn ríkisins ekki virka.

Þeir sem hafa komið til Kúbu átta sig fljótt á því að skipulag landsins er í rúst.  Má nefna dæmi af leigubílstjórum, en allir leigubílar eru reknir af ríkinu.  Þeir bjóða gjarnan fast gjald fyrir ferðina, svolítið ódýrara en gjald samkvæmt mæli.  Þar með geta þeir stungið peningnum í vasann og ríkið fær ekkert í sinn hlut þar sem ferðin var "aldrei" farin.

Nánar er hægt að lesa um samtal Castro og blaðamanns Atlantic magazine hér .