*

þriðjudagur, 7. júlí 2020
Erlent 14. desember 2016 12:31

Fillon sigurstranglegur

Francois Fillon nýtur mests stuðnings almennings fyrir kjör á forseta Frakklands samkvæmt nýrri könnun.

Ritstjórn
epa

Forsetaframbjóðandi Lýðveldisflokksins í Frakklandi og fyrrum forsætisráðherrann Francois Fillon nýtur mests fylgis samkvæmt nýrri könnun sem að Ipsos Sopra Steria  framkvæmdi fyrir franska dagblaðið Le Monde og Science Po háskólann. Hins vegar tapar Marine Le Pen frambjóðandi National Front fylgi.

Emmanuel Macron bætur einnig við sig fylgi. 18.013 kjósendur svöruðu könnuninni og er hún átjánfalt stærri en venjulegar skoðanakannanir sem framkvæmdar eru í Frakklandi.

Forseti Frakklands, Francois Hollande, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram vegna slæms gengis Sósíalistaflokksins.

Samkvæmt könnunninni þá er Fillon með stuðning um 26 til 29 prósent kjósenda og Le Pen með stuðning um 24 til 25 prósenta. Emmanuel Macron er hins vegar með um 18 prósent kjósenda.