Enginn skortur er á ríkisstarfsmönnum í heiminum en í Bandaríkjunum koma þeir í ýmsum stærðum og gerðum. The Washington Post greinir frá því að samkvæmt upplýsingum frá Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna (GAO) hafi 5.159 hundar verið starfsmenn hjá hinu opinbera árið 2022 og 421 til viðbótar voru verktakar.

Langflestir, eða tæplega þrjú þúsund, störfuðu innan heimavarnarráðuneytisins og hátt í tvö þúsund innan varnarmálaráðuneytisins en flestir störfuðu við sprengjuleit.

Samkvæmt skýrslu GAO er áætlað að kostnaður við kaup og þjálfun hunda nemi 65-85 þúsundum dala og því er ekki um ódýra ríkisstarfsmenn að ræða.