Miklu getur munað á búslóðaflutningum frá Íslandi til annarra landa. Ef rúmmál búslóðar reiknast 14 m3 eða meira er hagkvæmara að leigja gám, eins og fram kemur á heimasíðu Samskipa, annars er búslóðin flutt á brettum.

Kostnaðurinn við að flytja 20 feta gám til Osló í Noregi er í kringum 250.000 með Samskipum en sami gámur til Seattle í Bandaríkjunum kostar í kringum 1,3 milljónir króna. Það er því næstum fimmfalt dýrara að flytja sama magn til Bandaríkjanna en til Noregs. Magnús Magnússon sem starfar við búslóðaflutninga hjá Samskipum segir verðin geta verið breytileg en lítill munur sé á því að flytja búslóðir inn eða úr landi. Ef flytja á 20 feta gám frá Akureyri úr landi getur bæst ofan á fyrri kostnað í kringum 120.000 krónur.