*

laugardagur, 19. september 2020
Innlent 15. apríl 2019 16:55

Fimmtungur kaus um kjarasamninga VR

7.100 af 34 þúsund félagsmönnum kusu um lífskjarasamningana við SA. Mest kosningaþátttaka var á Þórshöfn.

Ritstjórn
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR á samstöðufundi rútubílstjóra Eflingar í Vinabæ, kyrfilega merktur félagi sínu VR.
Haraldur Guðjónsson

Af 34 þúsund félagsmönnum í VR kusu rétt um 21% þeirra, eða 7.104 þeirra í atkvæðagreiðslu um kjarasamninga félagsins við Samtök atvinnulífsins, en atkvæðagreiðslunni lauk í hádeginu í dag.

Eilítið hærra hlutfall þeirra 1.699 sem gátu kosið um samsvarandi kjarasamning félagsins við Félag atvinnurekenda, 451 félagsmaður eða tæplega 27%, atkvæðabærra létu verða af því.

Fleiri félög hafa lokið atkvæðagreiðslu um lífskjarasamningana svokölluðu en hæst var þátttökuhlutfallið hjá þeim sem féllu undir samningana hjá Verkalýðsfélagi Þórshafnar eða 60%, sem samsvarar 9 af 15 sem kosningarétt höfðu.

Hér má sjá niðurstöðuna samantekna eftir félögum:

                                                 Á kjörskrá - Þátttaka - Niðurstaða

  • VR - SA                                34.070        7.104          20,85%
  • VR - FA                                   1.699            451          26,55% 
  • FVSA - SA                               1.964           381          19,40% 
  • FVSA - FA                                     33              11          33,33% 
  • Vmf. Skagafjarðar                    186              31         16,67% 
  • Stéttarfélagið Samstaða           71             13          18,31% 
  • Framsýn Stéttarfélag               189             20          10,58% 
  • Vlf. Þórshafnar                            15               9           60,00%

Niðurstöður atkvæðagreiðslna aðildarfélaga að Landsambandi Íslenskra verslunarfélaga við SA og FA verða ekki birtar fyrr en að afloknum kosningum hjá Stéttarfélagi Vesturlands, Verkalýðsfélaga Snæfellinga og Vestfirðinga auk AFL starfsgreinafélags. Þeim lýkur 23. apríl næstkomandi klukkan 16:00, en niðurstöður allra kosninga verða kynntar 24. apríl.