Í kjölfar uppgjörs fyrsta ársfjórðungs hjá Finnska flugfélaginu Finnair hefur greiningardeild Kaupþings í Svíþjóð gefið út nýtt verðmat á félaginu. Eins og Greiningardeild Kaupþings fjallaði um í Hálffimm fréttum þann 12. maí síðastliðinn var uppgjörið vel yfir væntingum markaðsaðila hvað varðaði flesta liði og viðsnúningur hefur orðið í áætlunarflugi félagsins.

Greiningardeild Kaupþings í Svíþjóð hefur hækkað mat sitt félaginu úr 6 evrum á hlut í 7,5 evrur og mælir með því að fjárfestar auki hlut sinn í félaginu. Það sem helst veldur breytingum á mati greiningardeildarinnar er gott uppgjör fyrsta ársfjórðungs, að flug til Asíu virðist ganga vel, að verðlækkanir á farmiðum virðast vera afstaðnar og að félagið sé á hagstæðu verði miðað við önnur félög í greininni.

Byggt á Hálffimm fréttum Kaupþings banka.