Fiskistofa hefur opnað nýtt útibú í Grindavík. Útibúið er það sjötta sem Fiskistofa rekur en hin eru á Ísafirði og Akureyri, sem hafa verið starfrækt í meira en áratug, og útibúin í Stykkishólmi, á Höfn og í Vestmannaeyjum, sem öll eru tilkomin á síðustu þremur árum. Starfssvið útibúsins í Grindavík nær yfir Suðurnes; Grindavík, Sandgerði, Garðinn, Reykjanesbæ og Voga. Eyþór Þórðarson er deildarstjóri útibúsins.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði útibúið fyrir skömm en það er liðir í þeirri ákvörðun fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Árna M. Mathiesen, að flytja veiðieftirlit Fiskistofu út á land.