Samkvæmt greiningardeild Fitch, sem metur lánshæfi ríkja, eru ekki líkur á því að franska ríkið þurfi að dæla fjármagni í þarlenda banka til að styrkja eiginfjárstöðu þeirra. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjórai deildarinnar, David Riley, á ráðstefnu samkvæmt frétt Reuters.

„Við gerum ekki ráð fyrir að ríkisstjórn Frakka þurfi að styðja franska banka með fjárframlögum,“ sagði Riley.