Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur hækkað mat sitt á fjárhagslegum styrk Heritable Bank, sem er dótturfélag Landsbanka Íslands, í C úr C/D, segir í fréttatilkynningu.

Verðbréfaútgáfur Heritable Bank fá einkunina A, þar sem Landsbankinn ábyrgist útgáfur fjármálaverkfæra Heritable Bank, og er sú einkunn staðfest, ásamt skammtímaeinkuninni F1.Landsbankinn er með lánshæfismatið A2 hjá Moody's Investors Service og A hjá Fitch Ratings.

Fitch segir ástæðuna fyrir hækkun á lánshæfismati bankans vera aukna arðsemi, vaxandi efnahagsreikningur og dreifðara lánasafn. Matsfyrirtækið tekur þó fram að eignagæði Heritable kunni að rýrna lítillega eftir því sem útlánasafnið eldist í kjölfar hraðs vaxtar.