Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði í dag stuðningseinkunn (e. support rating) Kaupthing Singer and Friedlander (KSF), dótturfyrirtækis Kaupþings í Bretlandi, í ?2? en KSF hafði áður stuðningseinkunnina ?3,? segir í tilkynningu.

Aðrar einkunnir KSF voru staðfestar. Í umsögn Fitch segir: ,Þrátt fyrir mikinn vöxt í tekjum, þá leið afkoma KSF á árinu 2006 fyrir sambærilegan vöxt í útgjöldum. Hins vegar tengdist aukinn rekstrarkostnaður að miklu leyti endurskipulagningu innan KSF samstæðunnar og mun hærri færslu á afskriftarreikning útlána, en það mátti einkum rekja til eins stórs láns. Þrátt fyrir þetta höfum við verið fullvissuð um það að bankinn (KSF) hafi sýnt mun betri afkomu á þessu ári."