Hlutabréfaverð í Apple tók dýfu í gær þegar tilkynnt var um hvað nýjasta græja fyrirtækisins, iPad mini, kostar. Verðmiðinn, 329 dollarar, fór illa í fjárfesta sem telja verðið of hátt.

Apple kynnti í gær nýjustu spjaldtölvuna, sem er minni að gerð en þær sem eru á markaði í dag. Stærð skjásins er 7,9 tommur á minni útgáfunni en 9,7 tommur á þeirri stærri.

Flestir bjuggust við að lægsta verð yrði um 249 dollarar, að því er fram kemur í frétt Financial Times um málið. TIl samanburðar kostar Kindle Fire 159 dollara og Nexus spjaldtölva Google kostar 199 dollara.