Fjárfestar virðast tvístígandi um þessar mundir en hlutabréfaverð hefur sveiflast á frekar þröngu verðbili, að sögn greiningardeildar Glitnis, en flest stærstu félögin hafa birt uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung. “Afraksturinn er viðunandi en þó ekki mikið meira en það,” segir greiningardeildin.

“Gera má ráð fyrir að fjárfestar séu óvissir um hvort þeir eigi að gleðjast eða svekkjast yfir uppgjörunum og hvort þeir eigi að hlakka til komandi árs eða óttast möguleg áföll á komandi fjórðungum,” segir greiningardeild Glitnis.