Ólíklegt er að hægt verði að viðhalda eða bæta lífskjör hér í framtíðinni fyrr en gjaldeyrishöftum verður aflétt, að mati hagfræðideildar Landsbankans. Deildin gerir neikvæð áhrif gjaldeyrishafta á íslenskt efnahagslíf að umræðuefni í nýjasta eintaki sínu af Hagsjá , riti deildarinnar.

Í ritinu er þeirri spurningu m.a. velt upp í kjölfar upplýsinga um hagvöxt sem Hagstofan birti í gær, hvers vegna fjárfestingar eru ekki meiri hér á landi. Bent er á að mikið fjármagn safnist upp hjá lífeyrissjóðunum sem þarf að ávaxtaog vanti orðið farveg til að koma peningunum í íslenska atvinnuvegafjárfestingu. Á sama tíma megi telja líklegt að höftin valdi því að erlendir fjárfestar horfi ekki hingað á meðan þau eru við lýði. Við þetta má bæta sálfræðileg áhrif haftanna á innlenda fjárfesta.