“Það hefur lengi verið yfirlýst stefna FL Group að dreifa eignasafni félagsins og eiga hluti í fyrirtækjum í margskonar atvinnustarfsemi,” sagði Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group þegar vb.is spurði hann hvenær mörkuð hefði verið sú stefna að dreifa eignasafni félagsins.

“Tilgangurinn með sölunni á hlut FL í American Airlines er að draga úr  áhættunni og sveiflum sem fylgja fjárfestingum í flugrekstri í Bandaríkjunum um þessar mundir,” sagði Halldór.

Halldór vildi ekki tjá sig um hvort FL Group stefndi af því að selja fleiri eignir úr stórum eignarsöfnum. “Það eina sem ég get sagt um það er að fjárfestingar fyrirtækisins eru í stanslausri endurskoðun og að við erum alltaf að leita leiða til að hámarka ávinning hluthafanna,” sagði Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri Samskiptasviðs FL Group í samtali við vb.is.