Efnahagsreikningur þinghóps Hreyfingarinnar er ekki mikið stærri en reikningur Borgarahreyfingarinnar.

Þinghópurinn fékk rúma milljón króna í ríkisframlög á árinu 2009 og varði um hálfri milljón í rekstur hópsins.

Hagnaður af rekstri þinghópsins var því tæpar 600 þúsund krónur það ár sem þó gerir það að verkum að þinghópurinn var eini flokkurinn sem á sæti á Alþingi sem rekinn var með hagnaði. Þó má geta þess að þinghópurinn var kjörinn á þing undir merkjum Borgarahreyfingarinnar og skuldir vegna framboðsins sátu eftir þar.

Skuldir þinghópsins voru í árslok 2009 ekki háar, um 200 þúsund krónur, en eigið fé þinghópsins var um 300 þúsund krónur. Eignir voru um hálf milljón róna og öll í formi veltufjármagns.