Oddný G. Harðardóttir kynnti í dag frumvarp til fjárlaga. Samkvæmt frumvarpinu er þriggja milljarða halli á ríkisrekstri en enn stendur til að ná jöfnuði 2014. Ýmsar aðgerðir eru nú kynntar til tekjuöflunar og er hækkun virðisaukaskatts á hótel- og gistiþjónustu þar með talinn.

Þá er gert ráð fyrir að fjársýsluskattur á hagnað verði lagður niður en fjársýsluskattur á launagreiðslur fjármálafyrirtækja að sama skapi hækkkaður svo tekjur af skattinum aukist um 800 milljarða.

Oddný ræddi málið við VB sjónvarp í dag.