Rekstur Avion Group á fyrri árshelming 2006 var í samræmi við væntingar stjórnenda en fjármagnsgjöld voru félaginu þung í skauti. Heildartekjur félagsins fyrstu sex mánuði ársins námu 706 milljónum Bandaríkjadala eða um 53 milljörðum króna

Heildarkostnaður á fyrri árshelmingi 2006 var 767 milljónir Bandaríkjadala. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam ($5 milljónum). Hlutfall EBITDA af rekstrartekjum var (0,7%).

Fjármagnsgjöld námu 49 milljónum Bandaríkjadala. Skattar tímabilsins námu $20 milljónum. Niðurstaða rekstrarreiknings var neikvæð um $72 milljónir.

Langtímaskuldir og skuldbindingar námu $705 milljónum 30. apríl samanborið við $421 milljón í upphafi fjárhagsársins. Fastafjármunir jukust úr $466 milljónum í upphafi rekstrarárs í $640 milljónir í lok apríl. Skammtímaskuldir lækkuðu úr $638 milljónum í lok árs 2005 í $606 milljónir 30. apríl.

Eigið fé jókst úr $461 milljón um áramót í $482 í lok tímabils. Eiginfjárhlutfallið var 27% í lok apríl. Veltufjárhlutfallið er 1,06 en var 0,71 um áramót.

Sjóðsstaða félagsins er sterk og átti félagið $164 milljónir í sjóðum í lok tímabilsins. Handbært fé til rekstrar fyrir skatta og fjármagnsgjöld var $101 milljónir.