Rannsóknarsetur efnahagsmála (the Centre of Economics and Business Research) spáir því að fjármálafyrirtæki í Bretlandi muni þurfa að segja upp 25.000 starfsmönnum á árinu 2012. Ef spáin gengur eftir munu störf í fjármálafyrirtækjum þar í landi ekki hafa verið færri í 16 ár.

Fyrirtækið segir að gangi þetta eftir verða hundrað þúsund störf töpuð frá árinu 2007. Samkvæmt spánni verður heildarfjöldi starfa í fjármálaiðnaði á Bretlandi 255.000. Að vanda er skuldinni skellt á evrópsku efnahagskreppuna og segir í frétt Reuters um málið að evrópska seðlabankanum hafi, þrátt fyrir tilraunir, ekki tekist að mýkja skellinn fyrir lánveitendur. Að auki hafi regluverk verið hert og því breytt sem valdi auknum kostnaði fyrir fyrirtækin.