Fjármálaráðherrar 19 Evruríkja funda í Brussel í dag um framtíð Grikklands. Rætt verður um hvort eigi að veita Grikkjum neyðarlán sem myndi koma í veg fyrir útgöngu Grikkja úr mintusamstarfinu. Alexis Tsipras hefur fengið stuðning frá alþingismönnum til að sækjast eftir neyðarláninu.

Ýmsir kröfuhafar hafa tekið jákvætt í fyriráætlanirnar en óljóst er enn hvort samkomulag náist.

BBC greinir frá því að Grikkir sækjast eftir 53,5 milljarða evra láni til að borga skuldir sínar fram til ársins 2018. Hins vegar er talið að þeir gætu þurft allt að 74 milljarða evra lán.

Lánadrottnar Grikkja hafa nú þegar veitt 200 milljarða til tveggja neyðarlána á síðustu fimm árum.

Í dag mun fjármálaráðherrarnir skoða tillögur Grikkja og ákveða hvort um samninga verði. Á morgun funda svo leiðtogar evruhópsins í Brussel. Frakkar og Ítalar hafa sýnt nýjum áformum stuðning. Hins vegar hafa Þjóðaverjar ekki verið eins jákvæðir.

Þann 20. júlí næstkomandi þurfa Grikkir að greiða evrópska seðlabankanum 3 milljarða evra.