Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins hittust í vikunni og ræddu hvernig alþjóðleg fyrirtæki gætu betur tekist á við núverandi og komandi markaðssveiflur.

Fundinn sóttu meðal annars fjármálaráðherrar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Ítalíu.

Talsmaður fjármálaráðuneytis Bretlands segir að viðbrögð við undanförnum erfiðleikum á fjármálamörkuðum hljóti að verða alþjóðleg og Bretland muni leiða það ferli. Málefni Northern Rock mun eitthvað hafa borið á góma á fundinum.