Fjármálaráðherrar ESB-ríkja kusu gegn tillögu um að Spáni og Portúgal yrði veitt neyðaraðstoð nú þegar. Þá var tillaga um að stækka björgunarsjóð sambandsins felld. Þetta kemur fram á vef Bloomberg en fjármálaráðherrarnir funduðu í gær.

Ráðherrarnir ályktuðu að skuldabréfakaup Evrópska Seðlabankans, sem hafa aukist verulega á síðustu vikum, ættu að duga Spáni og Portúgal. Ekki þyrfti að koma til neyðaraðstoðar líkt og Írar fengu.