Fyrrum fjármálastjóri Háskóla Íslands var dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í níu mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt. Sex mánuðir eru skilorðsbundnir.

Maðurinn dró sér samtals 9.093.746 kr. í starfi sínu frá 22. febrúar 2007 til 12. janúar 2012. Hann er ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik í opinberu starfi.

Hann játaði brot sín fyrir dómi og hefur að mestu endurgreitt það sem hann tók ófrjálsri hendi og samið um endurgreiðslu á afganginum.