Töluvert er enn í að fjármögnun bankanna teljist „heilbrigð“ og stöðugleiki komist á í fjármálakerfinu. Þetta segir Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasyìslu ríkisins.

Eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í síðustu viku eru endurreistu bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn með ólíka samsetningu fjármögnunar og er munurinn sérstaklega mikill þegar horft er til til skammtímainnlána. Um 51% af fjármögnun Arion banka eru skammtímainnlán, 29% hjá Íslandsbanka og 26% hjá Landsbankanum.

Elín segir þennan mun ekki síst skyìrast af því hvernig bankarnir voru endurreistir, það er á grunni innlends eignasafns gömlu bankanna eftir að þeir féllu allir á þremur dögum í október 2008. „Ég geri ráð fyrir að skilgreiningar á því sem kallað er skammtímainnlán séu mismunandi milli banka og það skýri muninn á milli bankanna hvað þau varðar. Það er alveg ljóst að það er enn töluvert í að fjármögnun bankanna verði heilbrigð og stöðug. Staðan eins og hún er nú skyìrist að miklu leyti af því hvernig bankarnir verða til. Það mun taka tíma að treysta stoðir efnahagslífsins í heild og fjármálamarkaðurinn er þar ekki undanskilinn.“

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .