Leigusamningum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað nokkuð frá því í haust en hefur þó fjölgað um 9,8% á milli ára.

Þannig voru 413 leigusamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í desember sl. en 376 samningum var þinglýst á sama tíma árið áður samkvæmt tölum frá Fasteignaskrá Íslands.. Fjöldi leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki í september sl. þegar tæplega 840 samningum var þinglýst.

Á myndinni hér til hliðar sést þróun á fjölda leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu sl. 2 ár. Þar sést hvernig leigusamningum hefur fjölgað jafnt og þétt s.l. 2 ár þó þeim hafi farið nokkuð fækkandi með haustinu.

Ef horft er á landið í heild þá var 591 leigusamningi þinglýst í desember sl. sem er 4,2% fækkun á milli ára. Fyrir utan höfuðborgarsvæðið var flestum samningum þinglýst á Suðurnesjum og á Norðurlandi, eða um 50 samningum á hvorum landsvæði. Þá var um 40 samningum þinglýst á Suðurlandi.

Leigusamningar á landsvísu náðu jafnframt hámarki í september sl. þegar um 1.520 samningum var þinglýst. Þar af var um 280 samningum þinglýst á Norðurlandi.