*

mánudagur, 26. júlí 2021
Innlent 8. maí 2013 11:55

Fjölmiðlafólk óánægðast en ánægjan mest í bönkunum

Allt að fjórðungur starfsmanna íslenskra fyrirtækja eru óvirkir í starfi, m.a. vegna óánægju.

Ritstjórn
Starfsmenn fjármálafyrirtækja eru ánægðastir samkvæmt könnun MMR.
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt nýrri könnun Dale Carnegie og MMR eru allt að 25% starfsmanna íslenskra fyrirtækja óvirkir í starfi. Slíkir starfsmenn eru óánægðir, sjá fyrirtækið ekki fyrir sér sem framtíðar vinnustað, skapa úlfúð og finna sig ekki í starfi.

Þetta kemur fram í könnuninni „Ísland í vinnunni“ sem er gagnagrunnur sem geymir upplýsingar um viðhorf starfsmanna fyrirtækja og stofnana til innra og ytra starfsumhverfis síns. Könnunin nær til um 4.000 einstaklinga á vinnumarkaði.

Þá kemur jafnframt fram að rannsóknir sýni að þetta komi með beinum hætti fram í arði fyrirtækja og kosti þau háar fjárhæðir árlega.

Þegar horft er til einstakra starfsstétta leiðir könnunin í ljós að einna óánægðastir eru starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja en þar eru rétt tæplega 30% óvirkir og stór hluti vill skipta um starfsvettvang. Mest ánægja er hins vegar innan fjármálageirans en þar bera 7 af hverjum 10 starfsmönnum mikið traust til yfirmanna sinna.