Alþjóðlegu samtökin Blaðamenn án landamæra (Reporters sans frontières) gáfu í vikunni út árlega skýrslu um fjölmiðlafrelsi í heiminum.

Samkvæmt henni er ástandið á Íslandi nánast óbreytt, refsistigin jukust um 0,41% milli ára, en það færði Ísland niður um eitt sæti.

Að öðru leyti er ástandið nokkuð óbreytt í heiminum þó einhverjir mjakist upp og aðrir niður.

Utan Vesturlanda er ástandið víðast slæmt eða ótryggt, en þar er áhyggjuefni hversu stór hluti Austur-Evrópu er talinn ótryggur og Japan sömuleiðis. Jafnvel ESB-ríkið Búlgaría er talið slæmt.