Svo virðist sem nokkurs misskilnings hafi gætt í erlendri fölmiðlaumfjöllun um samkomulagið sem er í gildi á milli norrænu seðlabankanna.

Misskilningurinn virðist meðal annars stafa af því  að fjölmiðlar hafi talið að samkomulag væri um lánalínur á milli norrænu seðlabankanna og að finnski eða danski seðlabankinn svo dæmi séu tekin, „ættu að bjarga” íslenska seðlabankanum, þ.e. að veita honum lánalínur ef á þyrfti að halda.

Ekkert stendur um slíkt í samkomulaginu heldur tekur það til  þess þegar alvarlega vandamál steðja að banka sem er með starfsemi í fleiri en einu Norðurlandanna.

Þetta segja tveir ónefndir talsmenn í skandinavískum seðlabönkunum sem Viðskiptablaðið ræddi við og segja samkomulagið vitaskuld í fullu gildi. Og auðvelt sé að kynna sér hvað í því standi.

Þeir  telja að þessi misskilningur fjölmiðla skýri misvísandi fréttaflutning sem vissulega hafði valdið nokkrum titringi.