Í gær voru opnuð umslög með nöfnum þeirra sem áhuga hafa á að taka þátt í forvali vegna byggingar Tónlistar- og ráðstefnuhúss á hafnarbakkanum í Reykjavík. Það voru Ríkiskaup fyrir hönd Austurhafnar - TR ehf sem sáu um að auglýsa eftir þátttakendum í forvalið. Fjórir aðilar skiluðu inn þátttökutilkynningum en þeir eru:
1. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf.,
2. Portus Group: Landsafl hf., Nýsir hf. og Íslenskir Aðalverktakar,
3. Mulitplex Group og Poster Partners,
4. Sparisjóðabanki Íslands, Festing ehf., Eykt ehf og Höfðaborg ehf.

Verkefnið snýst um hönnun svæðisins og húsanna en í forvalsgögnum er ekki kveðið á um að útlitið skuli endilega vera í samræmi við tillöguna sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni fyrir þremur árum. Húsin verða rekin í einkaframkvæmd en það verða ríkið og Reykjavíkurborg sem standa undir byggingarkostnaði hússins. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok ár 2006 og verði lokið tveimur árum síðar.