Fjártæknifyrirtækið Alva, sem meðal annars rekur Netgíró og Aktiva hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn til viðbótar við Helga Björn Kristinsson framkvæmdastjóra en Viðskiptablaðið sagði frá ráðningu hans í gær .

  • Josip Budimir – Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Josip hefur verið ábyrgur fyrir hönnun og innleiðingu upplýsinga- og fjármálatæknilausna fyrir stórfyrirtæki mestallan starfsferil sinn og starfað fyrir ýmis stórfyrirtæki á borð við World bank og Ökutækjaskrá Króatíu.

Josip ber ábyrgð á framþróun fyrirtækisins í tæknimálum og leiðir þá verkefnavinnu. Josip er með BsEE gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Zagreb.

  • Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir - Fjármálastjóri

Sigríður er löggiltur endurskoðandi og vann áður hjá Ernst & Young í 8 ár. Sigríður er með MS gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði.

Hún er með töluverða reynslu í fjármálastjórnun fjártæknifyrirtækja og hefur síðan árið 2014 stýrt fjármálum innheimtufyrirtækisins Inkasso og kröfufjármögnunarfyrirtækisins Faktoría.

Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir
Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)

  • Gunnar Ólafsson – Verkefnastjóri

Gunnar Ólafsson leiðir margvísleg fjártækniverkefni fyrir Alva, en hann kom að stofnun Netgíró og leiddi m.a. uppbyggingu og sölustjórnun fyrirtækisins á árunum 2013 – 2016. Hann starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Aha og var sölustjóri nýrra viðskipta á alþjóðasviði Valitor.

Gunnar lauk IPMA-D í verkefnastjórnun árið 2015 en þar áður hafði hann lokið MBA gráðu frá Copenhagen Business School  og BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Gunnar Ólafsson
Gunnar Ólafsson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

  • Dóra Lind Vigfúsdóttir - Forstöðumaður innheimtusviðs

Dóra Lind hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vergo hugbúnaðarlausna og rekstrarstjóri Myntu. Dóra Lind er MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í ensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla.

Hún er með áralanga reynslu af innheimtustörfum ásamt því að stýra þjónustuverum, en hún ber ábyrgð á innheimtustefnu Alva og framkvæmd hennar.

Dóra Lind Vigfúsdóttir
Dóra Lind Vigfúsdóttir
© Aðsend mynd (AÐSEND)