*

mánudagur, 20. janúar 2020
Frjáls verslun 20. ágúst 2019 14:25

Fjórtán með yfir 2 milljónir á mánuði

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur í ljós að 14 sveitarstjórnarmenn voru með yfir 2 milljónir á mánuð að jafnaði í fyrra.

Ritstjórn

Í tekjublaði Frjálsrar verslunar kemur í ljós að 14 sveitarstjórnarmenn voru með yfir 2 milljónir á mánuð að jafnaði í fyrra.

Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, var að jafnaði með hæstu mánaðartekjur sveitarstjórnarmanna á síðasta ári eða ríflega 2,8 milljónir króna. Guðbrandur, sem þar til mars var formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna, hefur sent frá sér tilkynningu vegna þessa þar sem fram kemur að á síðasta ári hafi hann leyst út uppsafnaðan séreignarsparnað upp á vel á annan tug milljóna. „Þessi eingreiðsla úr lífeyrissjóði bætist við skattstofninn og veldur þessum meintu tekjum sem fjölmiðlar eru nú að birta," segir í tilkynningu Guðbrands.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, er með næsthæstu tekjurnar eða ríflega 2,6 milljónir króna á mánuði og þar á eftir kemur fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Haraldur Líndal Haraldsson, með tæpar 2,5 milljónir.

Fimm tekjuhæstu sveitarstjórnarmennirnir árið 2018

  1. Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ  2.8 milljónir
  2. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar  2.6 milljónir
  3. Haraldur L. Haraldsson, fyrrverandi bæjarstj. Hafnarfj.  2.5 milljónir
  4. Magnús Ö. Guðmundsson, forseti bæjarstj. Seltjarnarness 2.4 milljónir
  5. Gunnar Valur Gíslason, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar  2.4 milljónir

 

Útreikningar Frjálsrar verslunar byggja á útsvarsskyldum tekjur á árinu 2018 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna starfa á fyrri ára. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá. Í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, t.d. af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði.

Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í morgun. Finna má blaðið á helstu sölustöðum en einnig má panta eintak hér.