FL Group er með mikla fjárfestingargetu, segir greiningardeild Glitnis, eftir að fjárfestingarfélagið seldi 22,6% hlut í Straumi-Burðarás.

?Söluverðið greiðist með um 28,3 milljörðum króna í reiðufé, um 10,2 milljörðum króna með hlutum í finnska flugfélaginu Finnair og um 3,6 milljörðum króna með hlutum í skráðum íslenskum félögum. Eftir viðskiptin mun FL Group eiga um 4% heildarhlutafjár í Straumi-Burðarási,? segir greiningardeildin.

?Þátt fyrir að hlutirnir í Straumi-Burðarási séu nú seldir með tapi þá náði félagið að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar. Svo virðist sem áætlanir FL Group varðandi fjárfestinguna í STRB hafi ekki gengið eftir. Engu að síður stendur félagið sterkara eftir en áður.

Auk sterkrar eiginfjárstöðu, sérstaklega eftir söluna á Icelandair, var m.a. í gær tilkynnt um undirritun 37 milljarða króna lánalínu hjá Barleys Capital. Við væntum þess FL Group finni fjármunum sínum farveg á næstu dögum og vikum,? segir greiningardeildin.

Hún segir að á fjárfestakynningu í Amsterdam fyrir skömmu gáfu stjórnendur félagsins til kynna að frekari yfirtökur væri að vænta meðal annars á félögum á evrópskum drykkjarvörumarkaði.