FL Group hefur gengið frá sölu á öllu hlutafé sínu í Icelandair Group. Áætlaður söluhagnaður er um 26 milljarðar króna miðað við bókfært virði Icelandair Group í lok júní 2006 segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar.

Handbært fé FL Group eykst um 35 milljarða króna

Áreiðanleikakönnun á Icelandair Group er lokið.

Þrír hópar fjárfesta hafa keypt meirihluta hlutafjár í Icelandair Group.

Glitnir sölutryggir óselt hlutafé í eigu FL Group. Þar af hefur Glitnir þegar ráðstafað, til fjárfesta, starfsfólks og stjórnenda Icelandair Group, allt að 16% hlut.

Lykilstjórnendur Icelandair Group áforma að kaupa allt að 4% í félaginu.

Allir starfsmenn Icelandair Group fá tækifæri til að kaupa hlut í félaginu og hafa um 4% hlutafjár verið tekin frá í þessum tilgangi.

Allt að þriðjungi hlutafjár í Icelandair Group verður boðið til kaups í almennu hlutafjárútboði í umsjón Glitnis.

FL Group er fjárfestingarfélag sem sérhæfir sig annars vegar í áhrifafjárfestingum og umbreytingar¬verkefnum og hins vegar í eignastýringu þar sem lögð er áhersla á virka þátttöku á verðbréfamörkuðum. Félagið horfir einkum til Norður-Evrópu í sínum fjárfestingum en hefur þó almennt breiða sýn. Í lok júní 2006 voru heildareignir félagsins 202,6 milljarðar króna. FL Group er skráð í Kauphöll Íslands.

Stærstu hluthafar FL Group eru: Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf. (19,8%), í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra; Baugur Group (18,1%); Magnús Kristinsson (14,7%); Kristinn Björnsson (8,4%); Icon (5,6%) og Materia Invest (5,1%). Í sumum tilfellum eru hlutirnir skráðir á nafn íslenskra fjármálafyrirtækja vegna framvirkra samninga.