Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) og og skartgripaverslunin Leonard hafa endurnýjað samning um rekstur verslunar með úr og skartgripi, segir í fréttatilkynningu.

Sævar Jónsson, einn af eigendum Leonard, og Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, undirrituðu samninginn.

Baugur hefur fjárfest í Leonard, en fyrirtækið hefur einnig fjárfest í bresku skartgripaverslunarkeðjunum Goldsmiths og Mappin & Webb.

Í tilkynningunni segir að með samningnum nú mun stærð verslunarinnar stækka og fara í um 65 fermetra. Verslunin mun bjóða upp á helstu vörumerki í úrum, skarti sem og fylgihlutum. Aukin áhersla mun verða á íslenska hönnun og má þar nefna vörur frá Aurum og skartgripina frá Hendrikku Waage.